Færsluflokkur: Menntun og skóli
14.12.2009 | 14:05
Verk og List
Við erum í hópum í skólanum sem kallaðir eru Verk og list. Hér fyrir neðan segi ég frá hvað við erum að gera í Verk- og list
Ég byrjaði í hreyfimyndagerð og lenti með Sigrúnu, Lísu, Ísabellu og Hönnu Maggý í hóp. Við bjuggum til mynd sem fjallaði um Þyrnikonuna og Súpermanninn. Við vorum einum færri nánast alla tímana en við þraukuðum. Við þurftum fyrst að semja söguna og svo þurftum við að teikna allar persónurnar og hreyfingarnar og bakrunninna. Það var ógeðslega leiðinlegt og ég vonast til að aldrei þurfa að gera þetta aftur.
Svo fór ég í tónmennt sem var einskonar líka hreyfimyndir. Í tónmennt þurftum við að tala inná myndirnar okkar og fínpússa þær aðeins. Svo þurftum við að skrifa einhverja ritgerð um einhverja hljómsveit eða tónlistarmann. Það voru tveir og tveir saman í hóp. Ég var með Sigrúnu í hóp og við skrifuðum tvær ritgerðir um Rolling Stones og The Beatles (Bítlana). Svo vorum við bara í frjálsum tíma restina af tímunum. Þetta var MJÖG gaman.
Núna erum við í saumum og við erum að sauma náttbuxur... það er bara fínt
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 13:43
Samfélagsfræði
Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var hvernig fólk náði að bjarga sér, svona eins og þau ræktuðu sjálf matinn sinn og svona... þetta var allt mjöð áhugavert. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur var Ísleifur Gissurarson en hann var biskup í Skálholts biskupsdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að hann var fyrstur Íslendinga til að vígjast til biskups, árið 1056
Mér fannst mjög gaman í samfélagsfræðinni fyrir utan hvað ég þurfti að skrifa mikið í bókina á svo stuttum tíma( Því ég var í leyfi mest allan tímann )
26.5.2009 | 13:50
Norðurlöndin
Við í 6.bekk vorum að fræðast um Norðurlöndin. Fyrsta verkefnið var hópvinna þar sem að við áttum að velja okkur eitt land sem við vildum fræðast um.
Ég vildi fræðast um Færeyjar og einnig vildu Sigrún, Þorgils og Ísabella svo ég lenti með þeim í hóp. Verkefnið var þannig að við áttum að búa til freðaskrifsstofu sem átti að selja ferðir til landsins sem við ákvöðum að fræðast um. Við bjuggum til ferðabækling og veggspjald. Ég bjó til ferðabæklinginn og mér gekk bara mjög vel svo kynntum við ferðaskrifstofuna og okkur gekk bara vel í því líka.
Þegar þessa vinna var búin áttum við að velja okkur annað land til að fræðast um og ég valdi Finnland, þessi vinna var einstaklingsvinna. Við áttum að gera það annaðhvort í power point eða í movie maker en ég valdi að gera það í power point því ég hafði lært svo mikið í power point í jarðfræði hjá Önnu. Það gekk bara vel og ég var ánægð með þessi verkefni og mér fannst þau skemmtileg. Hér sjáið þið afrakstur vinnu minnar.
Takk fyrir mig.
KV. Lísa Margrét
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2009 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 13:47
Hringekja með 5. bekk
Við í 5. og 6. bekk vorum í hringekju saman. Hringekja virkar þannig að það eru tvær kennslustundir í viku og í hverjum tíma skiptum við um kennara til að fara til og lærum nýja hluti. Okkur var skipt í 7 hópa og fórum þá væntanlega til 7 kennara. Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd hjá kennurunum og mér líkaði þetta. En mér fannst mest skemmtilegt hjá Auði og Önnu. Hjá Auði lærðum við um Martin Luther King og hjá Önnu lærðum við um Gandhi.
Takk fyrir mig
KV. Lísa Margrét
Hér er Martin Luther King og hérna er Gandhi
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2009 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 09:29
Snorri Sturlusson
Við árgangurinn vorum að fræðast um Snorra Sturluson . Við byrjuðum á að lesa bókina um hann og fræddumst smá um líf hans. Svo fórum við árgangurinn í Reykholt og hittum þar Geir Waage. Hann sagði okkur smá um líf Snorra. Svo fórum við út og sáum Snorralaug. Við fundum hvað hún var heit en okkur fannst þó leiðinlegt að göngin milli Snoralaugar og hússins fyrir ofan voru lokuð. Geir sýndi okkur hvar kastalinn hans Snorra stóð og sýndi okkur staðin þar sem Snorri dó í kjallara sínum. En Snorri lifði frá 1179-1241. Hann ólst upp í Odda og var lærlingur hjá Jóni Loftsyni. Jón var valdamikill maður og átti indæla fjölskyldu. Snorri Sturluson dó árið 1241. Við fengum Einar Kárason til að koma hingað og halda fyrirlestur um Snorra þar sem að hann var búin að skrifa 2 bækur um Sturlungaöldina. Við gerðum einnig verkefna hefti þar sem við svöruðum spurningum úr öllum 11 köflunum. Við gerðum einnig stutta leikþætti og erum að fara að gera leikrit.
Með góðum kveðjum. Lísa Margrét
24.3.2009 | 09:26
Þemavika
Sæl öllsömul !16-20 mars var þemavika hjá 5-7 bekk. Að þessu sinni vorum við að læra um heimsálfurnar 7. Kennararnir ákváðu að sleppa Evrópu og Suðurskautslandinu því að við vissum svo mikið um Evrópu og svo er svo lítil menning á Suðurskautslandinu. En ég byrjaði ég í Afríku. Þar sá ég myndir frá vinkonu Petru (kennara). Hún var búin að vinna í Afríku fyrir hönd Rauða krossins. Svo fórum við niður í sal og lærðum afrískan dans. Sandra kom að kenna okkur dansinn og hikaði ekki við að koma með trommuleikara frá Gíneu. Það var áhugavert að sjá og heyra hvernig ein bongótromma getur hljómað eins og heil hljómsveit. Næsta dag fór ég að læra um Ástralíu eða réttara sagt Eyjaálfuna. Þar fór ég niður í smíðastofu og bjó til boomerang. Boomerang er veiðivopn sem frumbyggjar notuðu til að veiða og drepa dýrin á sléttunni. Það var einnig notað til að senda skilaboð. Við skreyttum boomerangið með svona táknum þannig að við gátum sent skilaboð. Næst fór ég í N-Ameríku að læra hafnabolta en því miður var ég tognuð í ristinni og því varð ég bara dómari. Hafnabolti er þjóðaríþrótt Bandaríkjanna. Þetta var mjög áhugavert. Svo eftir það ver okkur skipt í hópa og ég lenti með Dalla og Auði. Við áttum að draga fylki til að fræðast um og við drógum Minnesota. Það var áhugavert því að ég vissi ekki einu sinni að þetta fylki væri til. Og nú þarna niðri í stofu 16 hangir myndarlegt plakat af Bandaríkjunum. Næst fórum við í Asíu. Þar gerðum við laufblöð úr gúrku og lærðum bambusdans sem er Filleypskur þjóðdans en okkar hópur varð svo óheppinn að Hrafnhildur sem kom alltaf að kenna okkur dansinn varð veik svo að Auður og Teitur tóku að sér að kenna okkur dansinn og tókst þeim það vel. Dansinn var flottur og áhugaverður. Það er gaman að læra svona þjóðdansa frá hinum ýmsu löndum. Svo að lokum fór ég í S-Ameríku. Þar bjuggum við til vinabönd eins og gert var í S-Ameríku. Lykkjurnar í vinaböndunum voru skilaboð og voru strákarnir sendir með böndin yfir á næstu bæi. Ég bjó til 8 vinabönd og fékk 4 frá vinum mínum.Svo vil ég taka það fram að í hverjum hóp var power point fyrirlestur sem kennararnir bjuggu til. Þetta var skemmtilegasta skólavika í heimi....... hingað til og mjög áhugaverð. Ég vona að þetta verði endurtekið fljótt aftur.
Takk fyrir mig
Kv. Lísa Margrét
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 09:25
Egill Skalla-Grímsson
Góðan dag!
Við í árganginum fórum í ferð í Borgafjörðinn vegna þess að við vorum að fara að læra um sögu Egils Skalla-Grímssonar. Þar fórum við á landnámssetrið til að sjá uppeldisslóðir Egils. Það var rosalega gaman. Við fórum með rútu og það fyrsta sem við gerðum var að fara upp á háaloft til þess að fá að vita reglurnar í húsinu svo við myndum ekki gera einhver mistök. Kennararnir skiptu okkar bekk þannig að einn helmingurinn af bekknum fór með H.J bekknum hinn helmingurinn með A.Ö bekknum. Ég fór með H.J bekknum. Við byrjuðum á því að fara niður í kjallara að skoða söguna hans Egils. Við vorum tvö og tvö saman og vorum með ipod ó eyranu sar sem var búið að lesa leiðsögnina inná.Sumt þar var hræðilegt en annað skemmtilegt og allt var þetta fræðandi. Þegar við vorum búin að vera niðri í kjallara þá fórum við í kirkju og að skoða fleira um Egil. Við fengum okkur svo nesti og svo fórum við upp í rútu og lögðum á stað heim. Áður en við byrjuðum að lesa bókina Eglu þá vissum við margt um sögu Egils. Ég vona að allir voru kátir og glaðir með ferðina.Svo fórum við í Hópverkefni. Kennararnir völdu að skipta okkur í 19 hópa. Ég lenti með Heiðdísi, Sólrúnu og Magnúsi Aroni. Við áttum að velja okkur 3 verkefni úr hinum ýmsu greindum. Við byrjuðum á að velja Líkams og hreyfigreind þar sem við gerðum leikrit um 2 af mörgum hólmgöngum Egils Skalla-Grímssonar. Næst völdum við Rýmisgreind þar sem við gerðum þrívíddar miðaldarbæ. Við byrjuðum á að finna kassa með loki svo við gætum líka séð inní bæinn. Svo máluðu Heiðdís og Sólrún kassann meðan ég og Magnús fórum út að tína steina. Þegar við komum inn límdum við steinana sem við fundum á kassann með límbyssu eða puttabrennarann það sem við köllum hana. Meðan við biðum eftir að límið þornaði bjuggum við til húsgögn inn í bæinn. Svo síðasta greindin sem við völdum var Umhverfisgreind. Í þeirri greind bjuggum við til landakort af íslandi þar sem við merktum líka inná söguslóðir Eglu t.d Borg í Mýrum sem var uppeldisheimili Egils.
Takk fyrir mig!
Kveðja Lísa Margrét
Menntun og skóli | Breytt 30.1.2009 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 09:05
Það mæti mín móðir
Hæ!!!
Hér fyrir ofan getið þið séð myndbandið mitt sem ég gerði um ljóðið hans Egils Skalla-Grímssonar sem hann samdi þegar hann var 7ára. Hann nefndi þetta ljóð Það mælti mín móðir. Hann samdi það þegar hann var nýbúinn að drepa fyrsta manninn sinn. Takk fyrir hjálpina Anna Jack.
Kveðja Lísa Margrét
Menntun og skóli | Breytt 2.12.2008 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 08:44
Íslenska
Hæ!!!
Á þessari slóð getið þið séð íslensku ritgerðina mína um hvali. Ég vona að þið njótið þess.
Kv. Lísa Margrét
Menntun og skóli | Breytt 30.11.2008 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)