15.4.2010 | 11:09
Landafræði
Við vorum í Landafræði að fræðast um Evrópu. Fyrst var okkur skipt í hópa og við áttum að teikna kort sem sýndi hvað við vissum um Evrópu en það gekk ekki mjög vel. Svo lásum við Evrópa álfan okkar og við gerðum vinnuhefti með .... Það var ekki skemmtilegt. Svo var okkur skipt upp í hópa tvö og tvö saman og við fengum 3 Evrópulönd... Við áttum að teikna þau upp eftir landakorti, skrifa um þau á lítið blað og teikna og lita fánann. Svo var öllum löndunum púslað saman upp á vegg og er nú prýðilegt Evrópu-landakort inni hjá okkur. Eftir það valdi ég mér 2 lönd til að vinna með, eitt átti að fara í photo story og hitt í power point. Ég valdi mér Belgíu til að láta í Photo story og Króatíu. Þetta var í fyrsta sinn sem við notuðum Photo story-forritið og mér finnst þetta ekki skemmtilegt forrit
Hér fyrir neðan á afraksturinn að vera en það eru smá tækniörðuleikar. Kemur inná seinna.
Kv. Lísa Margrét
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 25.5.2010 kl. 12:36 | Facebook