Gæluverkefni - Fótbolti

Við fengum að velja okkur viðfangsefni til að fjalla um í Gæluverkefninu okkar. Þó það hafi ekki komið mörgum að óvart, þá valdi ég fótbolta.

Mér fannst gott að hafa frjálsar hendur með val á Heimaverkefni því þá fékk ég að fræðast um það sem ég vildi fræðast um... og það var eiginlega það besta við þetta verkefni. Smile

Mér finnst svona eiginlega verra að gera áætlun því ég gera bara það sem þarf að gera á hverjum degi... svo fylgdi ég áætluninni eiginlega ekkert.

Mér fannst gott að hafa heimaverkefni sem nær yfir svona langann tíma því að ég æfi miklar íþróttir og er frekar upptekin við það en auðvitað er skólinn alltaf í fyrsta sæti og því náði ég að klára verkefnið vegna þess að ég fékk svo mikinn tíma til að gera það.

Ég veit ekki alveg hvað ég var ánægðust með í verkefninu en ég var svo sannarlega ánægðust með hvað foreldrar mínir voru hjálpsamir og duglegir við að leiðrétta villur í verkefninu mínu. Þau hjálpuðu mér mikið.

Kv. Lísa Margrét

Ps. Ég læt verkefnið mitt fylgja hér með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband