24.3.2009 | 09:29
Snorri Sturlusson
Við árgangurinn vorum að fræðast um Snorra Sturluson . Við byrjuðum á að lesa bókina um hann og fræddumst smá um líf hans. Svo fórum við árgangurinn í Reykholt og hittum þar Geir Waage. Hann sagði okkur smá um líf Snorra. Svo fórum við út og sáum Snorralaug. Við fundum hvað hún var heit en okkur fannst þó leiðinlegt að göngin milli Snoralaugar og hússins fyrir ofan voru lokuð. Geir sýndi okkur hvar kastalinn hans Snorra stóð og sýndi okkur staðin þar sem Snorri dó í kjallara sínum. En Snorri lifði frá 1179-1241. Hann ólst upp í Odda og var lærlingur hjá Jóni Loftsyni. Jón var valdamikill maður og átti indæla fjölskyldu. Snorri Sturluson dó árið 1241. Við fengum Einar Kárason til að koma hingað og halda fyrirlestur um Snorra þar sem að hann var búin að skrifa 2 bækur um Sturlungaöldina. Við gerðum einnig verkefna hefti þar sem við svöruðum spurningum úr öllum 11 köflunum. Við gerðum einnig stutta leikþætti og erum að fara að gera leikrit.
Með góðum kveðjum. Lísa Margrét
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.