Verk og List

Við erum í hópum í skólanum sem kallaðir eru Verk og list. Hér fyrir neðan segi ég frá hvað við erum að gera í Verk- og listSmile

Ég byrjaði í hreyfimyndagerð og lenti með Sigrúnu, Lísu, Ísabellu og Hönnu Maggý í hóp. Við bjuggum til mynd sem fjallaði um Þyrnikonuna og Súpermanninn. Við vorum einum færri nánast alla tímana en við þraukuðum. Við þurftum fyrst að semja söguna og svo þurftum við að teikna allar persónurnar og hreyfingarnar og bakrunninna. Það var ógeðslega leiðinlegt og ég vonast til að aldrei þurfa að gera þetta aftur.Angry

Svo fór ég í tónmennt sem var einskonar líka hreyfimyndir. Í tónmennt þurftum við að tala inná myndirnar okkar og fínpússa þær aðeins. Svo þurftum við að skrifa einhverja ritgerð um einhverja hljómsveit eða tónlistarmann. Það voru tveir og tveir saman í hóp. Ég var með Sigrúnu í hóp og við skrifuðum tvær ritgerðir um Rolling Stones og The Beatles (Bítlana). Svo vorum við bara í frjálsum tíma restina af tímunum. Þetta var MJÖG gaman.LoL

Núna erum við í saumum og við erum að sauma náttbuxur... það er bara fínt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband